Þriðji jógasalurinn hefur nú verið tekinn í notkun ásamt því að búningsklefar hafa verið stækkaðir og kalt kar tekið til notkunar, eitthvað sem hefur verið afar vinsælt á meðal þeirra sem stunda líkamsrækt að undanförnu.

Með stækkuninni mun Sólir bjóða upp á hinar ýmsu nýjungar saman ber rólujóga og fleira. Einnig er þar að finna sér aðstöðu fyr­ir nudd, nála­stung­ur og heilsuráðgjöf.

Í nýlegri tilkynningu frá Sólum kemur fram að að Aðal­heiður Magnús­dótt­ur, einn eig­enda Fossa markaða, hef­ur fjár­fest í jóga- og heilsu­setr­inu Sól­ir. Fyr­ir­tækið var stofnað af Sól­veigu Þór­ar­ins­dótt­ur, viðskipta­fræðingi og jóga­kenn­ara, vorið 2015 og er fyr­ir­tækið nú í eigu henn­ar og Aðal­heiðar. Ráðist var í end­ur­bæt­ur á hús­næði jóga­stöðvar­inn­ar til þess að mæta auk­inni eft­ir­spurn. Sól­ir er til húsa að Fiskislóð 53-55 á Granda.