Erna Mist myndlistarkona er að leggja lokahönd á útskriftarsýninguna sína úr The Slade School of Fine Art. Hún er íhaldssöm en leyfir þó lífinu að taka sig þangað sem henni er ætlað.

The Slade School of Fine Art í Lundúnum.
The Slade School of Fine Art í Lundúnum.

Erna leggur mikið upp úr því að reyna að halda í hefðir. Hún málar á striga og notar olíumálningu því með henni verði litirnir dýpstir.

Íhaldssemin hafði mikið að gera með val hennar á skólum. Eftir grunnskóla lá leið Ernu í Menntaskólann við Hamrahlíð og þaðan beint í Listaháskóla Íslands.

Planið var alltaf að verða leikstjóri en eftir tveggja ára nám í LHÍ áttaði hún sig á að styrkleikar hennar lægu betur í að geta stjórnað sér sjálfri og skapað án afskipta annarra. Við tók þriggja mánaða inntökuferli inn í skólann í Lundúnum áður en hún hóf þar nám á 22. aldursári.

Spurð út í val á skólanum hefur Erna þetta að segja: „Mér fannst ég þurfa víðara samhengi og valdi þá að fara í þennan skóla úti í Lundúnum sem leggur áherslu á málaralist. Ég sá líka tækifæri til að komast inn í alþjóðlega listheiminn en listmarkaðurinn í Lundúnum er mjög tengdur þeim alþjóðlega svo það er mjög líklegt að komast í kynni við gallerí í Bandaríkjunum og öðrum Evrópuborgum ef þú sýnir í Lundúnum. Margir gallerí-istar og safnarar hafa einnig augastað fyrir skólanum þar sem margir góðir listamenn hafa útskrifast þaðan.“

Skólavist Ernu í þessum tiltekna skóla varð því fljótt góður stökkpallur fyrir hana inn í hinn stóra heim. Hún fann strax fyrir því þar sem gallerí-istar og safnarar fóru að hafa samband við hana um leið og umsóknin hennar var samþykkt inn í skólann.

Nánar er rætt við Ernu Mist í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.