Stærsta myndin sem Erna hefur málað er 2 metrar sinnum 1,5 metrar að stærð en sú mynd var til sýnis í Daniel Benjamin Gallery í Lundúnum.

Erna seldi nýverið málverkið til Nahmads safnsins í New York, þar sem er að finna stærsta safn verka Pablo Picasso í einkaeigu. Safnið er í eigu milljarðamæringsins Davids Nahmad, listaverkasala og safnara frá Beirút í Líbanon. Auður hans er metinn á 250 milljarða króna.

Einnig hefur Erna sýnt verk á hópsýningum í Cassina Project galleríi í Mílanó, Brooke Benington galleríi í Lundúnum og Phillips sem er eitt stærsta uppboðshús í Lundúnum. Sýningin í Phillips var haldin í kringum Art Basel Miami í fyrra. Var það samsýning ungra listamanna. Myndir Ernu er í boði í Daniel Benjamin Gallery í Lundúnum og Sea View gallerí-inu í Los Angeles.

Nánar er rætt við Ernu Mist í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út nýlega. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.