Framundan eru fjöldinn allur af spennandi tónleikum. Tveir þeirra fara fram helgina 19. - 21. maí.

Celine heiðurstónleikar

Háskólabíó -19. maí

Ein besta söngkona landsins, Jóhanna Guðrún mun halda tónleika til heiðurs einnar bestu söngkonu heims, Celine Dion þann 19.maí í Háskólabíói. Jóhanna er sjálf mikill aðdáandi Celine Dion og hefur valið sín uppáhalds lög til að flytja á tónleikunum. Henni til halds og trausts verða gestasöngvararnir Dagur Sigurðsson og Elísabet Ormslev.

Emmsjé Gauti 20 ára rappafmæli

Gamla bíó - 20. maí

Í ár eru 20 ár síðan tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti rappaði í fyrsta skiptið á sviði. Í tilefni þess ætlar hann að blása til tónleika laugardaginn 20. maí í Gamla bíói. Á tónleikunum mun Emmsjé fara yfir víðan völl og taka bæði lög sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum sem og hans vinsælustu lög. 18 ára aldurstakmark er inn á tónleikana.

Umfjöllun um fleiri spennandi tónleika má finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.