Framundan eru fjölbreyttir og spennandi tónleikar. Tveir þeirra fara fram um mánaðarmótin maí/júní.

Elvis Costello

Harpa, Eldborg - 28. maí

Tvöfaldi Grammyverðlaunahafinn Elvis Costello mun halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 28. maí. Elvis er margverðlaunaður söngvari og lagahöfundur ásamt því að hafa fengið ófáar tilnefningarnar. Sérstakir gestir á tónleikunum eru Steve Nieve tónlistarmaður og Nick Lowe söngvari og lagahöfundur.

Carmina Burana

Harpa, Eldborg - 1. júní

Þann 1. júní mun Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt stórum hópi kóra og einsöngvara flytja tónverkið Carmina Burana eftir þýska tónskáldið Carl Orff. Þetta klassíska og vinsæla tónverk mun verða flutt undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Klassískir tónlistarunnendur ættu ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara.

Umfjöllun um fleiri spennandi tónleika má finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út 11.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.