Fyrsti tengiltvinn sportjeppinn frá Mazda sem ber heitið CX-60 PHEV verður frumsýndur hér á landi næstkomandi laugardag.

Mazda CX-60 PHEV hefur nú þegar fengið athygli enda hlaðinn staðalbúnaði með nýjungar eins og andlitsauðkenningu og gegnsæja myndavélastillingu.

Nýr Mazda CX-60 PHEV er fjórhjóladrifinn og kraftmikill með 327 hestafla tengiltvinnvél. Bíllinn er með allt 63 km drægni samkvæmt WLTP. Bíllinn er búinn hágæða japanskri tækni og hönnun frá Mazda með ríkulegum staðalbúnaði og stútfullur af nýrri tækni þar sem áhersla er á þægindi fyrir ökumanninn.

Sportjeppinn er með með 8 þrepa sjálfskiptingu og 2.500 kg dráttargetu. 

Mazda CX-60 PHEV kostar frá 8.190.000 kr. Bíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Mazda hjá Brimborg á laugardaginn kl. 12-16.