Tveir nýir rafbílar af gerðinni Mercedes EQE SUV 350 bætast í bílaflota ráðherranna í haust. Hvor bíll kostar rétt tæpar 15 milljónir króna. Þeir eru nokkuð dýrari en ef núverandi ráðherrabílar væru keyptir nýir.

Lengst af framleiddi MercedesBenz þrjá fólksbíla. C (áður 190E), E og S.

EQE fellur í miðjustærðarflokkinn en EQS SUV er sambærilegur við S bíllinn. Rafbílar eru hins vegar að jafnaði rúmbetri en þeir sem eru með sprengihreyfil, enda einfaldari.

Mercedes EQE SUV 350.
Mercedes EQE SUV 350.

EQE SUV er svipaður að stærð og núverandi ráðherrabílar.

Drægni bílsins er allt að 552 km samkvæmt WLTP staðlinum en algengasti ráðherrabíllinn í dag, Audi e-tron 55, dregur um 400 km.

Hafa verður þó í huga að sá bíll kom á markað árið 2019 og er því fjórum árum eldri.

Nánar er fjallað málið í blaðinu Bílar sem kom út 26.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.