Árni Þór Árnason og fjölskylda hans hóf nýverið að selja ítalska léttvínið When in Rome í verslanir Vínbúðarinnar í gegnum félagið Austurbakki ehf. Það eitt og sér er kannski ekki frásögu færandi en það sem gerir umrætt vín frábrugðið öðru léttvíni í hillum Vínbúðanna eru umbúðir þess. Flestu léttvíni er tappað á glerflöskur en sumt vín er einnig hægt að nálgast í meira magni í svokölluðum beljum. Neytendur sem hugsa meira um verð og vínanda, fremur en gæði, geta svo einnig gripið með sér léttvín í fernu úr hillum Vínbúðanna. Umbúðir When in Rome eru aftur á móti hálfgerð blanda þessara þriggja mismunandi umbúða. Um er að ræða pappaflösku sem pakkað er utan um plastbelg.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði