Bragginn sem aldrei var keyptur

Þegar Jón Baldvin Hannibalsson varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar árið 1987 lýsti hann því yfir að hann ætlaði ekki að nota ráðherrabíl í ríkiseigu heldur kaupa sér sjálfur Citroën 2CV en bíllinn hefur viðurnefnið Bragginn.

Í samtali við DV sumarið 1987 sagði Jón spurður um hvenær hann fengi Braggann: „Hann er ekki kominn til landsins ennþá en fyrst þú ert að spyrja um Braggann þá er höfuðkostur hans sá að það er hægt að skrúfa hann sundur og saman með einum skiptilykli.“ Aldrei var Bragginn keyptur.

Jón notaðist hins vegar við Mitsubishi Pajero sem var í eigu fjármálaráðuneytisins. Þegar hann varð utanríkisráðherra fékk hann svo Audi 200 bíl sem Þorsteinn Pálsson hafði haft sem forsætisráðherra.

Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við á Bessastöðum vorið 1991 mætti Jón Baldvin Hannibalsson, þá orðinn utanríkisráðherra, á Bragga sem hann hafði fengið að láni frá ljósmyndara Morgunblaðsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði