Viðskiptafræðingurinn og heilsukokkurinn Jana deilir með lesendum uppskrift af hollum hráfæðistöngum. En Jönu finnst sjálfri gott að eiga tilbúna orkubita til að fá sér með tebollanum seinnipartinn. Þá finnst henni einnig gott að eiga niðurskorið grænmeti inn í ísskáp til að grípa í á meðan hún eldar kvöldmatinn.

Innihald:

  • 250 gr döðlur
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 1 bolli möndlur
  • 2 msk kakó
  • 2 msk hnetusmjör
  • Smá salt
  • 3 msk vatn

Aðferð:

Öllu blandað saman i matvinnsluvél þangað þetta er vel blandað saman og orðin góður massi.

Fletjið út á bökunnarpappír á flatan disk og setjið “kökuna” í frysti.

Toppið með:

  • 1 bolli dökkt súkkulaði
  • 1 msk hampfræ

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir frosnu "kökuna". Stráið næst hampfræjum yfir, skerið í stangir og geymið í frysti.