Vatt ehf. frumsýnir þrjár BYD rafbílategundir á bílasýningu um helgina. Han, Tang og Atto3 verða allir til sýnis og er svo áætlað að frumsýna Seal og Dolphin í haust eða vetur.

BYD er stærsti framleiðandi rafknúinna bíla í heiminum en fyrirtækið er þekkt fyrir nýsköpun á sviði rafhlöðutækni. BYD er enn fremur eini bílaframleiðandi heims sem framleiðir eigin rafhlöður, örgjafa og stýrikerfi. Allir BYD fólksbílar koma með Blade rafhlöðu. Þessi kóbaltlausa járnfosfatrafhlaða skilar meiri afköstum, dregni og líftíma.

BYD HAN 4X4 er sigurvegari iF hönnunarsamkeppninnar. Hönnunin er sportleg, ríkuleg og djörf frá öllum sjónarhornum. Hönnun sem tryggði BYD Han iF hönnunarverðlaunin. Rafknúið fjórhjóladrifið er með rauntíma stýringu og skilar yfirburða veggripi við allar aðstæður. Þessi aflmikli fólksbíll er með tveimur rafmótorum og skilar samtals 516 hestöflum. Hann nær einnig upp í 100 km/klst á 3,9 sekúndum. Drægi (WLTP) 521-662 km. Hámarksafl 380 (kW)

BYD Atto3 er rafdrifinn, nettur jepplingur með hágæða frágangi og nútíma útliti. Atto3 er fyrsti bíllinn frá BYD sem smíðaður er á nýja undirvagninn e-Platform 3.0. Hann er með nútímalegt og ungæðislegt útlit og er hlaðinn búnaði í staðalgerð. ATTO 3 hraðar sér úr 0 í 100 km/klst. á 7,3 sekúndum. Drægi (WLTP) 420-565 km. Hámarksafl 150 (kW)

BYD TANG 4X4 er rúmgóður sportjeppi með fjórhjóladrifi og miklum búnaði. BYD Tang heillar líka að utanverðu með sportlegri og aðlaðandi hönnun hins heimsþekkta hönnuðar Wolfgang Egger. Þessi spræki borgarjeppi hraðar sér úr 0 í 100 km/klst á 4,5 sekúndum og hestaflafjöldinn er 509. Drægi (WLTP) 400-528 km. Hámarksafl 380 (kW)