Viaplay og NBC Universal Global Distribution hafa náð samkomulagi sem felur í sér samstarf um efni og gerir Viaplay að heimili teiknimyndaþátta frá DreamWorks á öllum fimm Norðurlöndunum, í Hollandi og Póllandi. Frá og með vorinu 2022 mun Viaplay bjóða yngri áhorfendum upp á nýja og barnvæna dagskrá frá NBCU. Þar á meðal eru yfir 400 þættir frá DreamWorks og ný sería byggð á þekktustu verkum DreamWorks, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu.

Þeir titlar sem verða aðeins sýndir á Viaplay samkvæmt samkomulaginu eru meðal annars teiknimyndir á borð við Madagascar: A Little Wild; Abominable & The Invisible City; The Croods: Family Tree; Dragons: The Nine Realms og Dragons Rescue Riders: Heroes of the Sky; og TrollsTopia.

Auk þess munu áhorfendur Viaplay geta horft á allar DreamWorks-teiknimyndirnar sem þessar þáttaraðir eru byggðar á, sem og sígildar teiknimyndaseríur á borð við Shrek og Kung Fu Panda. Allt teiknað efni frá DreamWorks verður sýnt á Viaplay talsett eða textað á máli viðkomandi lands.

Samkomulagið nær einnig til Doger, nýrrar dramagrínmyndar frá Universal International Studios, en höfundur hennar er enginn annar en Emmy- verðlaunahafinn Rhys Thomas, sem jafnframt hefur verið tilnefndur til BAFTA- verðlauna. Þetta fjölskylduævintýri skartar stjörnum á borð við Christopher Eccleston, David Threlfall, Billy Jenkins og Saira Choudhry. Annað teiknað efni, barnaefni án handrits og kvikmyndaðir barnaþættir frá Peacock eru sömuleiðis hluti af samningnum, þar á meðal tónlistargamanþættirnir Take Note.