Knattspyrnudeild Víkings hagnaðist um tæplega 60 milljónir króna árið 2022, samkvæmt upplýsingum frá íþróttafélaginu. Til samanburðar nam hagnaðurinn 18,5 milljónum árið 2021.

Rekstrartekjur knattspyrnudeildar Víkings voru 578 milljónir í fyrra og hækkuðu um 89% frá fyrra ári.

Heildartekjur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna þátttöku félagsins í Evrópukeppni nam 169 milljónum árið 2022.

Rekstrargjöld voru 515 milljónir og hækkuðu um 80% milli ára. Laun og launatengd gjöld voru 220 milljónir og hækkuðu um 63% frá fyrra ári.

Eigið fé knattspyrnudeildar Víkings nam 96 milljónum í árslok 2022.