Það styttist óðum í jólin og í því eru eflaust mörg fyrirtæki að huga að jólagjöfum fyrir starfsfólk sitt um þessar mundir. Viðskiptablaðið hafði samband við Akkúrat, fyrirtæki sem sérhæfir sig í gjafalausnum fyrir fyrirtæki, um hvaða gefa gjafir væru vinsælastar í ár.

Akkúrat segir að hingað til hafi sælkeragjafir sem og mjúkir pakkar, eins og vettlingar, húfur og teppi, verið vinsælustu gjafirnar. Sælkeragjafirnar hjá Akkúrat eru með vöruúrvali frá m.a. Olifa og Nicholas Vahé ásamt úrvals sælgæti. Mjúku pakkarnir innihalda m.a. vinsælar vörur frá 66 Norður, Feldi, Ihanna, Kormáki & Skildi og Takk home.

Þá séu upplifarnir eins og gjafabréf í Borgarleikhúsið eða á veitingastaði einnig vinsælar. Margir velja að blanda saman hönnunarvörum í gjafabox og bæta við gjafabréfi.

Flestir velja gjafabox

Akkúrat segir að flest fyrirtæki velji gjafabox með ólíkum vörum enda geti verið skemmtilegt að blanda vörum saman til að auka fjölbreytni.

Vinsælustu fyrirtækjagjafir Akkúrat hingað til í ár eru Eldhúsboxið, Ítalska boxið, Hlýja boxið, Heimboðsboxið, Vaðfuglinn og 66 Norður boxin.

„Það er markmið Akkúrat að hjálpa fyrirtækjum að leysa gjafahausverkinn frá A til Ö og sjá um ferlið frá upphafi til enda. Velja gjöfina í samstarfi við fyrirtækið, pakka henni í glæsileg gjafabox og senda hvert á land sem er.“

Akkúrat gaf einnig út jólagjafabækling fyrir árið 2022 sem má opna hér. Eftirfarandi eru nokkir gjafabox.