BYD, stærsti framleiðandi nýorkubíla í heimi, kynnti nýlega til sögunnar lúxusbílamerki sitt Yangwang og um leið kjarnatækni merkisins sem er e4 Platform undirvagninn. Kynntir voru hreinræktaður fjórhjóladrifinn jeppi sem kallast Yangwang U8 og 100% rafknúinn ofursportbíll, Yangwang U9. Allar væntanlegar gerðir Yangwang merkisins verða smíðaðar á e4 Platform undirvagninn

Yangwang, undirmerki rafbílaframleiðandans BYD, hefur kynnt til sögunnar sínar fyrstu gerðir, U8 og U9, sem báðar eru með e4 Platform undirvagninum með afkastagetu eins og hún gerist mest og við öfgafyllstu aðstæður. Söluaðili BYD og Yangwang hér á landi er Vatt ehf.

Yangwang U8, hreinræktaður torfærujeppi

U8 er fyrsti framleiðslubíll Yangwang merkisins. Hann er hreinræktaður torfærujeppi með nýorkutækni og verðmiða nálægt einni milljón yuan. Hann er hannaður til að takast á við öfgafyllstu torfæruævintýri. Hann er yfir fimm metrar á lengd og tveir metrar á breidd og hannaður samkvæmt „Time Gate“ hönnunarforskriftinni sem er einkennismerki Yangwang merkisins. Í hönnuninni fara saman framúrstefnulegir þættir og kraftaleg útlitsatriði.

Yangwang U8 nýtur góðs af e4 Platform undirvagninum. Í bílnum fer saman yfirburða afkastageta, öryggi og áreiðanleiki sterkbyggðs torfærujeppa með skynrænum tækniútfærslum sem meðal annars lúta að því að losa bílinn úr festum og að neyðarviðbragðsgetu í flóknum akstursaðstæðum.

U9 í 100 km/klst á 2 sekúndum

Yangwang U9 er markaðssettur sem 100% rafknúinn, afkastamikill ofursportbíll. Hann hvílir einnig á e4 Platform undirvagninum. Ofursportbíllinn státar af hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst á 2 sekúndum. Útlitseinkennin draga dám af „Time Gate“ hönnunarforskriftinni og framtíðarlegar hönnunarlausnir eru samþættar dæmigerðu ofursportbíla útliti. Rannsókna- og þróunarteymi Yangwang lagði sig fram um að uppfylla óskir bílkaupenda hvað varðar öryggi og þægindi með nýsköpun sem skilaði sér í framúrskarandi öruggri yfirbyggingu sem fer jafnvel fram úr ströngustu gildandi öryggisstöðlum og skapar þægilega akstursupplifun, jafnt í borgarumferðinni og á keppnisbrautum.

U9 hraðar sér úr kyrrstöðu 100 km hraða á 2 sekúndum.
U9 hraðar sér úr kyrrstöðu 100 km hraða á 2 sekúndum.