*

Matur og vín 27. janúar 2013

Food & Fun hátíðin í tólfta sinn

Von er á erlendum matreiðslumeisturum til landsins í febrúar sem munu taka þátt í Food & Fun hátíðinni í Reykjavík.

Hallgrímur Oddsson

Um fimmtán veitingahús taka þátt í Food & Fun matarhátíðinni í ár sem haldin verður dagana 27. febrúar til 3. mars. „Við reiknum með um fimmtán veitingahúsum. Hver og einn staður fær til sín einn erlend­an matreiðslumeistara. Það eru oftast kokkar sem hafa náð langt í sínu heimalandi og vinna á þekkt­ um veitingahúsum,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, verkefnis­stjóri hátíðarinnar.

Eina skilyrði eldamennskunnar er að notast sé við íslenskt hráefni. Elda á einn lambarétt, einn fiskrétt og eftirrétt úr íslensku hráefni, til dæmis skyri. „Síðan fer dómnefnd á vegum hátíðarinnar milli veit­ ingastaðanna og velur þrjá bestu kokkana. Þeir keppa á laugardeg­inum í Hörpu um titilinn „Food & Fun Chef of the Year“,“ segir Jón Haukur.

Þetta er í tólfta sinn sem Food & Fun hátíðin er haldin í Reykja­vík. Til landsins koma matreiðslu­meistarar frá Ameríku og Evrópu og starfa á bestu veitingahúsum Reykjavíkur í samvinnu við ís­lenska matreiðslumeistara. Boðið er upp á fjögurra rétta máltíð sem er á sama verði á öllum stöðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Food & Fun