*

Hitt og þetta 7. maí 2013

10 ástæður þess að húmor er málið á vinnustaðnum

Ertu alltaf að djóka í vinnunni? Gengur þú á milli skrifborða og skemmtir samstarfsfólkinu?

Hárfínn húmor er lykillinn að farsælum vinnuferli samkvæmt Lauru Vanderkam, höfund bókanna „What the Most Successful People Do at Work“ og „What the Most Successful People Do Before Breakfast“.

Hún segir að fólk tóni húmorinn allt of mikið niður þegar það mætir til vinnu og taki sjálft sig oft of hátíðlega. En það sé kannski ekki svo galið því endalausir djókar á vinnustaðnum geti líka verið óviðeigandi og þreytandi. 

Michael Kerr, fyrirlesari og höfundur bókarinnar „The Humor Advantage: Why Some Businesses are Laughing all the Way to the Bank”, segir að á vinnustöðum þar sem fólk er hvatt til að vera opið og það sjálft sé andrúmsloftið þægilegra. Jafnvel fólk sem ekki sé vant að sýna fyndnu hliðina geri það þegar andrúmsloftið er opið fyrir húmor. 

Forbes.com fjallar um málið hér á vefsíðu sinni en hér koma tíu ástæður þess að húmor geti verið góður á vinnustað: 

  • Fólk mun njóta þess að vinna með þér.
  • Húmor vinnur gegn stressi.
  • Húmor sameinar fólk.
  • Húmor lætur fólki líða vel.
  • Húmor eykur sköpunargáfuna.
  • Húmor byggir upp traust.
  • Húmor bætir móralinn.
  • Það er auðveldara að tala við fólk sem notar húmor. 
  • Húmor gefur fyrirtækjum sérstöðu.
  • Húmor eykur framleiðni. 
Stikkorð: Gleði  • Vinnustaður  • Húmor