*

Ferðalög & útivist 3. maí 2013

10 bestu flugvallarhótel í heiminum

Sundlaugar, heilsulindir og brú beint á flugvöllinn. Þetta má finna á bestu flugvallarhótelum í heimi.

Þreyttir ferðalangar, sem þurfa að gista á flugvallarhótelum, sætta sig flestir við sæmilega hreint rúm og heiðarlegan veitingastað þegar hvíldin kallar á milli flugferða. En síðan eru það hótelin sem gera aðeins betur og meira en það. Það eru hótelin sem komast á lista Skytrax World Airport Awards yfir bestu flugvallarhótel í heimi. Sjá nánar á CNN.

Valið fer eftir spurningalistum sem ferðamenn frá 108 löndum á 395 flugvöllum fylla út á níu mánaða tímabili frá 2012 til 2013. Svörin voru alls 12,1 milljón. Tekið er tillit til hvað tekur langan tíma að komast á hótelið og tékka sig inn eða út. Einnig er gefin einkunn fyrir hreinlæti, þægindi, þráðlaust net, þjónustu og verð.

Hótelið sem kemst í fyrsta sæti heitir því vandaða nafni The Regal Airport Hotel í Hong Kong. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið nær fyrsta sætinu og kannski ekki skrýtið. Brú tengir hótelið beint við flugvöllinn. Á hótelinu eru 1200 herbergi, sex veitingastaðir og barir, ráðstefnusalur, heilsulind og inni- og útisundlaugar.

Hér má sjá listann í heild sinni: 

  1. Regal Airport Hotel Hong Kong.
  2. Langham Place, Peking, Kína.
  3. Oryx Rotana Doha, Katar.
  4. Kempinski Hotel Munchen, Þýskaland.
  5. Crowne Plaza Changi flugvöllur, Singapúr.
  6.  Sofitel London Heathrow, Bretland.
  7. Hilton Peking, Kína
  8. Hyatt Regency Incheon, Suður-Kórea.
  9. Grand Hyatt Dallas/Fort Worth, Bandaríkin.
  10. Novotel Suvarnabhumi Bangkok, Tæland. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hótel  • Flugvellir  • Lúxus  • Hressleiki