*

Hitt og þetta 7. júní 2013

10 dýrustu borgir í heimi fyrir aðflutta

Osló er dýrasta borg í heimi fyrir aðflutta samkvæmt nýrri könnun hjá ECA International.

Á meðal tíu dýrustu borga heims fyrir aðflutta eru sjö í Evrópu, þar af fjórar í Sviss, tvær í Afríku og ein í Asíu. Osló trónir á toppnum og tekur sætið af Tókýó sem hefur verið í efsta sæti síðan 2010. Þetta eru niðurstöður ECA International. CNN segir frá þessu á fréttasíðu sinni í dag. 

Verðlag í Osló er hæst meðal annars vegna þess hve launa- og framleiðslukostnaður er hár að sögn Lee Quane, framkvæmdastjóra hjá ECA International. Það er óvenjulega dýrt að sækja hvers kyns þjónustu eins og að fara til skósmiðs eða í fatahreinsun. Eins er dýrt að fara í klippingu og á veitingastaði svo dæmi séu tekin.

Skattar eru einnig háir á áfengi og tóbaki svo djammið kostar sitt. Dæmi um verðlag í Osló: Bíómiði kostar 18,76 dollara eða 2280 krónur, bjór á bar kostar 14,10 dollara eða 1714 krónur og gosglas kostar 3,43 dollara eða 417 krónur. 

Dýrustu lönd í heimi fyrir aðflutta: 

  1. Osló, Noregur.
  2. Lúanda, Angóla. 
  3. Stavanger, Noregur.
  4. Juba, Suður-Súdan.
  5. Moskva, Rússland. 
  6. Tókýó, Japan. 
  7. Zurich, Sviss.
  8. Genf, Sviss.
  9. Basel, Sviss.
  10. Bern, Sviss.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Verðlag