
Suður-Kórea skarar fram úr á mörgum sviðum þrátt fyrir að smæð. Landið er mikið í fréttum og þá oftast vegna nágrannaerja Norður-Kóreu.
En landið á þónokkur heimsmet ef tölfræði um hitt og þetta er tekin saman. Og það er nákvæmlega það sem fréttvefurinn CNN birtir á vefsíðu sinni í dag. Tíu hlutir þar sem Suður-Kórea skarar fram úr:
Netvæðing: 82,7% prósent landsmanna eru nettengd og 78,5% allra landsmanna eiga snjallasíma. Þetta hlutfall hækkar upp í 97,7% á aldrinum 18-24 ára.
Kreditkortanotkun: Kreditkortanotkun er mest í Suður-Koreu. Í öðru sæti er Kanada og í þriðja sæti koma Bandaríkin.
Vinnuálag: Vinnuvikan í landinu er 44,6 klst. Í samanburði við meðaltalið 32,8 í OECD löndunum.
Vinnudrykkja: Og eftir langan vinnudag fara allir á barinn. Eða svona nánast allir.
Furðulegar snyrtivörur: Heimamenn eru duglegir að nota furðulega hluti í snyrtivörur eins og krem sem inniheldur innyfli úr sniglum svo fátt eitt sé nefnt.
Kvengolfarar: Af 100 bestu kvengolfspilurum í heimi eru 38 frá Suður-Kóreu.
Tölvuleikurinn Starcraft: Þeir sem skara fram úr í tölvuleiknum Starcraft eru frægir í Suður-Kóreu og þéna milljónir.
Flugfreyjur: Í landinu eru bestu flugfreyjuskólar í heimi.
Blint stefnumót: Einhleypir fara að meðaltali á eitt til tvö blind stefnumót í viku.
Fegrunaraðgerðir: Rússar, Kínverjar, Mongólar og Japanar flykkjast til Suður-Kóreu í fegrunaraðgerðir. Læknarnir þykja færir og prísinn er góður.