*

Hitt og þetta 26. nóvember 2013

10 kvikmyndir sem ber að varast á Netflix

Sjónvarpsveitan Netflix býður áskrifendum upp á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Misgóðar þó.

The Telegraph hefur birt lista yfir 10 kvikmyndir sem ber alls kostar að forðast á sjónvarpsveitunni vinsælu, Netflix. Myndirnar þykja ekki góðar. Alla vega ekki að mati The Telegraph.

Athygli vekur að flestar kvikmyndirnar skarta leikurum sem þykja góðir en í flestum tilfellum þykir handritið arfalélegt. Myndirnar 10 sem þykja ekki sigurstranglegar til skemmtunar eru:

  • Cop and a Half með Burt Reynolds.
  • House of the Spirits með Meryl Streep, Glen Close, Winona Ryder, Antonio Banderas og Jeremy Irons.
  • Cold Creek Manor með Dennis Quaid og Sharon Stone.
  • Hannibal Rising með Gaspard Ulliel og Rhys Ifans. 
  • Seven Pounds með Will Smith. 
  • Crank 2: High Voltage með Jason Statham. 
  • The Men Who Stare at Goats með George Clooney. 
  • The Back-Up Plan með Jennifer Lopez. 
  • The Green Hornet með Seth Rogen.
  • Trespass með Nicholas Cage og Nicole Kidman.

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Netflix