*

Hitt og þetta 27. nóvember 2013

10 launahæstu borgir í Bandaríkjunum

Með því að taka meðaltal launa 40 milljón manna í 100 stærstu borgum í Bandaríkjunum kom ýmislegt áhugavert í ljós.

Launahæsta fólk Bandaríkjanna býr í San Jose í Kaliforníu. Þetta kemur fram á vefsíðu Forbes þar sem teknar eru saman tíu launahæstu borgir í Bandaríkjunum.

Listinn var fenginn með því að nota Payscale.com en þar má finna laun og ferilskrár yfir 40 milljón íbúa í Bandaríkjunum. Skoðaðar voru tölur þeirra sem búa í 100 stærstu borgunum og tekið launameðaltal þeirra sem eru að minnsta kosti með BA-próf. Skoðuð voru laun í upphafi starfsferils, um miðjan starfsferil og við lok starfsferils.

Hér býr launahæsta fólk í Bandaríkjunum: 

  1. San Jose, Kalifornía.
  2. San Francisco, Kalifornía.
  3. Houston, Texas.
  4. Bridgeport, Connecticut.
  5. Seattle, Washington.
  6. Washington D.C., Virginia.
  7. Hartford, Connecticut.
  8. Boston, Massachussetts.
  9. New York, New York.
  10. San Diego, Kalifornía.