*

Ferðalög & útivist 21. mars 2013

10 lúxushlutir sem gera ferðalagið elegant og þægilegt

Ef þú vilt vera töff á ferðalögum eins og James Bond en um leið praktísk(ur) eins og húsmóðir í Vesturbænum skaltu lesa áfram.

Hér koma 10 hlutir sem gera öll ferðalög fallegri og um leið eru þetta allt mjög gagnlegir gripir. CNN leiðir okkur í allan sannleika um hvað er algjört möst í næsta ferðalagi. Við vörum verð-viðkvæma við lestrinum hér á eftir:

1. The Canada Goose Kensington úlpa

The Canada Goose Kensington merkið er þekkt fyrir þægilegar dúnúlpur sem verja fólk gegn veðrum og vindum. Og þær þykja mjög töff sem er ekki alltaf málið þegar talað er um úlpur sem þola Artic-frost sleðaferðir. Verð: 1.049 dalir eða 131.534 krónur. 

2. Swarovski sjónauki

Sjónaukinn frá Swarovski þykir öflugur, öruggur og með gott grip. Hann nýtur sín vel í safaríferðum. Verð: 2.495 dalir eða 312.848 krónur. 

3. Omega Seamaster Planet Ocean diving úr

Þú verður smart með þetta úr þegar þú stingur þér ofan í hafið af háum kletti með sérstakt ocean diving úr á úlnliðnum. Úrið er allt hlaðið nýjustu tækni og er meðal annars búið til úr titaníum, ceramic og efni sem þolir vatn. Úrið kemur með ól úr stál, gúmmí eða leður og fæst líka í skærappelsínugulum lit fyrir fólk sem vill slíkan hressleika. Verð: 7.962 dalir eða 998.355 krónur.

4. Globe-Trotter Safari Trolley Case 

Hér er komin ansi skemmtileg ferðataska sem hentar einstaklega vel fyrir safaríferðina. Merkið, Globe-Trotter, var stofnað árið 1897 af Englendingi. Bæði Englandsdrottning og Winston Churchill áttu ferðatösku frá merkinu. Verð: 1.366 dali eða  171.282 krónur. 

5. Travelteq travel towel

Hollenska fyrirtækið Travelteq hefur fundið upp sniðugt handklæði með vösum. En þar má geyma veski, bók, iPad  eða jafnvel sundföt. Handklæðið er handgert úr írsku líni sem á að vera létt, rakadrægt, þornar fljótt og sandur festist síður við handklæðið samkvæmt einhverri mikilli tækni. Verð: 125 dalir eða 15.674 krónur.

6. Crosskase Solar 15 backpack

Crosskase bakpokinn getur hlaðið símann, myndavélina og GPS tækið með sólarorkunni á meðan þú ráfar um heiðarnar. Bakpokinn kemur sér því mjög vel um borð í flugvélum, lestum og á fjallstindum. Allar græjur fullhlaðnar og vandaðar. Verð: 222 dalir eða 27.837 krónur. 

7. The Bear Grylls Ultimate Knife

Everest-farinn og ævintýragarpurinn Bear Grylls hefur hannað hníf sem kemur sér vel í allskyns aðstæðum og getur breyst í kveikjara og flautu. Bear býður að auki upp á sérstakt námskeið þar sem hann kennir fólki hvernig á að nota hnífinn. Verð: 62 dalir eða 7.774 krónur. 

8. Paolita Mandalay bikiní

Paolita Madalay bikiníin þykja mjög fín í ár. Hönnuðurinn Anna Paola hefur unnið með Alexander McQueen og Hussein Chalayan. Verð: 206 dalir eða 25.830 krónur. 

9. Marlborough ladies flask

Marlborough hitabrúsinn er handgerður og kemur í leðuröskju sem má slengja yfir öxlina. Þetta er algjörlega nauðsynlegt fyrir útileguna í sumar. Verð: 206 dalir eða 25.830 krónur. 

10. Henri Lloyd Ocean King Waterproof Boot

Fína fólkið sem klæðist stígvélum velur Henri Lloyd. Alls kyns vatnsheldur skófatnaður er í boði frá þessu fína merki fyrir alvöru aðstæður. Verð: 317 dalir eða 39.749 krónur.