*

Tíska og hönnun 22. júlí 2013

10 manna matarboð í 39 fermetrum - Myndband

Graham Hill kann að taka á móti gestum og heldur stór matarboð á heimili sínu sem er 39 fermetrar eins og sjá má á myndbandinu.

Graham Hill, umverfisverndarsinni, er nægjusamur en hann býr í New York í íbúð sem er 39 fermetrar.

Það stoppar hann þó ekki í gestgjafahlutverkinu en eins og sjá má á myndbandinu hér getur hann auðveldlega haldið 10 manna matarboð eða boðið mörgum vinum heim til sín þannig að vel fari um alla gestina.

Nánast allt í íbúðinni, hillur, rúm, skúffur og skápa er hægt að fela mjög haganlega inn í veggina. Hann getur að auki, með einu handtaki, togað vegginn út á mitt gólf og skipt íbúðinni niður í tvö gistirými.

Þetta kallar maður hönnun í lagi. Sjá nánar hér

Stikkorð: Hönnun  • íbúðir  • Heimili  • Praktískt