*

Heilsa 6. febrúar 2013

10 megrunarráð karla

Þótt það kunni að hljóma fáránlega þá kemur fyrir að karlar þurfi að grenna sig. En hvað er til ráða?

Lára Björg Björnsdóttir

Finnst þeim gaman að fara á safakúra og í leikfimi klukkan sex á morgnanna eins og öllum konum á Íslandi (hóst)? 

Viðskiptablaðið gerði víðtæka og vísindalega skoðanakönnun á því hvaða megrunarráð karlar mundu nota ef þeir færu einhvern tímann í megrun. Hérna koma þau:

1. Drekka bara vatn.

2. Fara í gufubað í níu klukkustundir. Þetta er alþjóðlega viðurkennd aðferð í boxheiminum.

3. Ég mundi borða minna.

4. Ég mundi nota laxerolíu.

5. Er ekki til einhver melónukúr?

6. Sleppa bjór. Eða bara drekka light bjór.

7. Er ennþá farið til Póllands í þessar ferðir?

8. Ég mundi fara út að hlaupa og hlaupa þangað til það liði yfir mig. Síðan mundi ég ekkert borða eða drekka og stelast í vatnslosandi töflurnar hjá frúnni, mylja þær inn á baði og skjóta þeim í nefið.

9. Ég mundi leggja bílnum í öðru póstnúmeri.

10. Drekka grænan safa, loka augunum á meðan og hugsa um Ísland. 

Stikkorð: Heilsa  • Karlar  • Megrun