*

Ferðalög & útivist 19. mars 2013

10 mestu drykkjuþjóðir í heimi

Forsætisráðherra í kappdrykkju, stanslaus viðvera á pöbbnum eða vodka í morgunmat? Hér kemur listi yfir 10 mestu drykkjuþjóðir í heimi.

Þegar kemur að drykkju eru nokkrar þjóðir sem standa sig betur en aðrar. Eða verr. Það fer eftir því hvernig litið er á drykkju yfirhöfuð.

Fréttamiðillinn CNN hefur tekið saman lista yfir 10 bestu drykkjuþjóðir í heimi. Skál.

10. Ástralía

Ástralir þykja hafa dalað aðeins í drykkju. Bjórinn hefur hækkað í verði og léttvín komið í stað bjórdrykkju. En þeir eiga þó sína drykkjusigra. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Bob Hamke, komst í heimsmetabók Guinnes fyrir að drekka tvo og hálfan lítra af bjór á tveimur og hálfri sekúndu. Vinsæll drykkur: Sav, ástralskt léttvín. Þynnkumeðal: Köld afgangs pizza eða samlokur.

9. Þýskaland

Þrátt fyrir sína októberfest þá eru Þjóðverjar ekki mestu bjórþambarar Evrópu (Tékkland vinnur þá keppni) en þó lyftir hátíðin þeim hátt á lista þegar kemur að drykkju. Vinsæll drykkur: Bjór. Þynnkumeðal: Síld og hrár laukur.

8. Úganda

Úganda er í efsta sæti Afríkuríkja þegar kemur að áfengisneyslu þökk sé ólöglegri framleiðslu á áfengistegund sem er kölluð rotgut sem er einhverskonar líkjör og áfengi sem búið er til úr banönum. Vinsæll drykkur: Ajono, bjór drukkinn úr stórum potti með röri. Þynnkumeðal: Luwombo, kjöt eldað í bananalaufum.

7. Suður-Kórea

Í stífu, stéttskiptu og ströngu samfélagi Suður-Kóreu fá íbúar útrás með því að drekka. Algengt er að íbúar drekki marga “bombs” eða “sprengjur” (viskí blandað saman við bjór) þegar þeir vilja gera sér glaðan dag. Síðan fara allir á trúnó og segja hluti sem þeir hefðu aldrei sagt edrú. Vinsæll drykkur: Soju, ódýrt og sætt vodka. Þynnkumeðal: Haejangguk, krydduð uxablóðsúpa.

6. Moldova

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setti landið efst á lista sinn yfir lönd þar sem áfengisneysla er mest. Mikil vínrækt er í landinu og þeir framleiða líka ávaxtalíkjöra. Þessir líkjörar eru víst eins og að fá hamar í hausinn. Nema þú þarft ekki hamar. Nóg er að staupa sig á herlegheitunum. Vinsæll drykkur: Boza, sætur maltdrykkur. Þynnkumeðal: Pikklessafi.

5. Ekvador

Það ætti að segja þér eitthvað þegar vinsælasti drykkurinn er kallaður “Þynnka í flösku”. Zhamir er ódýr en afskaplega áfengur drykkur búinn til úr sykurreyr. Það þykir til siðs að drekka ekki fyrr en skálað hefur verið við þig. En eftir það má allt. Og þá gerist líka allt en það er allt í lagi því enginn man neitt hvort sem er. Vinsæll drykkur: Cristal, ekki kampavínið heldur heimabruggaður spíri. Þynnkumeðal: Oregano te.

4. Frakkland

Frakkar líta gjarnan niður á barbaríska drykkjusiði nágranna sinna en þeir gera það jafnan með vínglas í hendi. Í Frakklandi er drukkið með öllum máltíðum nema morgunmat. Oft er vín ódýrara og auðveldara að nálgast en vatn. Vinsæll drykkur: Chateauneuf-du-Pape, frakkt, kryddað og of sjálfsöruggt, með öðrum orðum: franskt. Þynnkumeðal: Lauksúpa, frönsk lauksúpa.

3. Rússland

Drykkja er lífstíll í Rússlandi. Svo einfalt er það nú. Vinsæll drykkur: Vodka Þynnkumeðal: Vodka

2. Kína

Í efnahagsuppganginum sem nú er í Kína þá eykst drykkjan í takt við uppganginn. Allt frá milljarðarmæringum í Kína sem splæsa í Chateau Margaux flöskur á 10 þúsund dali eða líkjör sötrandi landsbyggðarfólk. Vinsæll drykkur: Baijiu, hvítur spíri sem líkist nánast hreinsilegi eða steinolíu. Þynnkumeðal: Congee, hafragrautur sem minnir á súpu.

1. Bretland

Það má segja að pöbbinn sé hjartað í samfélagi Breta. Sambönd byrja og enda á pöbbnum, samningar eru gerðir og málin útkljáð. Og allt á meðan fólk drekkur stanslaust. Vinsæll drykkur: Bitter bjór og hann er oft borinn fram volgur. Þynnkumeðal: Enskur morgunverður.