*

Tölvur & tækni 22. september 2014

10 milljónir iPhone 6 seldar

Met slegið í sölu á nýjum iPhone að sögn Apple.

Meira en tíu milljón eintök af nýjustu símum Apple, iPhone 6 og 6 Plus, hafa selst fyrstu þrjá dagana sem þeir hafa verið í sölu. Þetta er met að sögn Apple. 

Í fyrra seldust níu milljón eintök af símunum sem þá komu út, iPhone 5C og 5S. Forstjóri Apple, Tim Cook, segir að eftirspurn eftir símunum hafi farið fram úr væntingum fyrirtækisins. 

Síminn er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Hong Kong, Japan, Púertó Ríkó og Singapúr. Hann fer í sölu í tuttugu ríkjum til viðbótar í lok vikunnar og enn víðar fyrir jól.