*

Hitt og þetta 2. apríl 2015

10 skrítnustu atvinnuviðtalsspurningar

Stanford háskólinn spyr atvinnuumsækjendur hvort Spiderman eða Batman myndi vinna í slag.

Fyrirtækið Glassdoor hefur árlega tekið saman tíu undarlegustu spurningar sem vinnuveitendur hafa varpað fram í starfsviðtölum. The Telegraph birti þennan lista byggðan á þúsundum spurninga sem atvinnuleitendur svöruðu á síðasta ári.

1. Ef þú værir beðinn um að tæma 747 vél fulla af jelly beans hvað myndir þú gera?  Þessi spurning kom fram í atvinnuviðtali hjá heyrnartólaframleiðandanum Bose.

2. Hver er uppáhalds Disney prinsessan þín? Spurt hjá Cold Stone Creamery, ísframleiðanda í Arizona í Bandaríkjunum.

3. Ef þú vaknaðir og ættir 2000 ólesna tölvupósta og gætir bara svarað 300 þeirra, hvaða pósti myndirðu svara? Spurt hjá Dropbox. Vinsælasta svarið var tölvupóstar frá yfirmanninum.

4. Hver myndi vinna í bardaga milli Spiderman og Batman? Spurt hjá Stanford háskólanum.

5. Ef þú ættir vél sem framleiddi 100 Bandaríkjdali fyrir lífstíð hvað myndirðu borga fyrir það í dag? Spurt hjá fjármálaráðgjafa fyrirtækinu Aksia.

6. Hvað borðaðir þú í morgunmat? Spurt hjá tískufyrirtækinu Banana Republic.

7. Útskýrði gulan lit fyrir blindri manneskju. Spurt hjá Spirit Airlines flugfélaginu.

8. Hvað myndirðu gera ef þú værir eini eftirlifandi flugslyss? Spurt hjá Airbnb.

9. Hversu margir flugu frá Chicago í fyrra? Spurt hjá internet videóleigunni Redbox.

10. Hvað er uppáhalds 90s lagið þitt? Spurt af fyrirtækinu Squarespace.

Stikkorð: Atvinnuviðtal  • Glassdoor