*

Heilsa 29. janúar 2013

10 spurningar um sjúkdómahræðslu

Ertu hrædd(ur) um að einn hnerri sé upphafið að endinum og næsta stopp sé öndunarvél í einangrun á Landspítalanum?

Lára Björg Björnsdóttir

Verður þú kvíðin(n) ef þú hóstar og ferð að sjá fyrir þér erfidrykkjuna þína? Vefsíðan Health 24 fjallar um málið.

Vefsíðan birtir 10 spurningar sem gætu leitt þig í allan sannleika um hvort þú sért það sem kallað er á ensku hypochondriac en það þýðir að vera ímyndunarveikur þegar kemur að almennri heilsu.

Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur sálarlíf hinna sjúkdómahræddu nánar þá gætuð þið haft gaman af þessari grein Woody Allen.

En aftur að spurningunum, gjöriði svo vel: 

1. Óttast þú um heilsu þína meira en aðrir sem þú þekkir?

2. Fer í taugarnar á þér ef einhver hrósar þér fyrir að líta vel út ef þú ert nýbúin(n) að vera veik(ur)?

3. Finnst þér óþægilegt að finna fyrir verkjum?

4. Ertu sannfærð(ur) um að það sé eitthvað alvarlega mikið að líkamanum þínum? 

5. Eyðir þú meiri tíma í að hugsa um heilsuna heldur en um annað fólk eða önnur málefni?

6. Finnst þér þú ekki fá nægilega mikla athygli þegar þú veikist?

7. Heldur þú að læknirinn sé að ljúga að þér þegar hann segir að það sé ekkert að þér?

8. Þegar þú heyrir talað um sjúkdóm, verður þú þá hrædd(ur) um að fá hann? 

9. Ertu oft hrædd(ur) um að fá alvarlegan sjúkdóm?

10. Finnur þú oft fyrir allskyns einkennum sjúkdóma?

Ef þú svarar þremur spurningum eða fleirum játandi, sérstaklega spurningum 5, 6 og 7, eru líkur á því að þú sért haldinn sjúkdómahræðslu. Pantaðu þér því viðtal hjá næsta sálfræðingi og ræddu málin. 

Stikkorð: Heilsa  • Woody Allen