*

Hitt og þetta 11. júlí 2013

10 staðreyndir um ræktina

Ríka fólkið fer frekar í ræktina, fólk lýgur til um hvort það fer þangað yfir höfuð og helmingurinn, sem þó drattast af stað, fer til að góna á annað fólk.

Ræktin getur heldur betur leynt á sér. Að fara í ræktina snýst ekki bara um að hreyfa sig samkvæmt þessari grein á suður-afrísku netsíðunni Health 24.

Í greininni má finna 10 atriði sem þú vissir kannski ekki um ræktina. 

Ríka fólkið fer frekar í ræktina

Samkvæmt könnun á vegum Nuffield Health kom í ljós að þeir sem þéna meira fara frekar í ræktina. Talað var við 1600 manns. Tekjulágir fóru að meðaltali í klukkustund á viku á meðan þeir tekjuhærri eyddu þremur klukkustundum á viku í ræktinni.

Fólk fer í ræktina til að finna ástina

Þó að fólk sé sveitt og í ljótum íþróttafatnaði þá er merkilega mikið að gerast í heimi ástarinnar þegar í ræktina er komið. Í könnun, þar sem rætt var við 2000 manns, kom í ljós að helmingurinn fór í ræktina til að horfa á konur og karla eða til að hitta vini. Þriðjungur fólks viðurkenndi að hreyfa sig svo lítið að það svitnaði ekki.

Súkkulaðigrísir fara frekar í ræktina

Market Research World segir að þeir sem fara í ræktina séu 18% líklegri til að borða súkkulaði.

Að hata ræktina gæti verið genetískt

Rannsakendur í Iowa State University fundu út að það að þola illa sársauka og áreynslu sé allt að 50% tengt genum. Og þess vegna er vert að taka mark á fólki sem segist verða þyngra í skapinu og líða illa við að hamast of mikið í ræktinni, því það er ekki að ljúga. Og nú geta generannsóknir staðfest að þetta er satt. 

Í sambúð eftir ræktina

Í annarri könnun kom í ljós að 10,5% sögðust vera í sambúð með manneskju sem það hitti í ræktinni.

Fólk lýgur til um ræktina

Svo virðist sem fólk ljúgi til um að fara í ræktina en í könnun, þar sem talað var við 2000 manns, sögðust 13% hafa logið til um að fara í ræktina.

Fyrir fólk sem vill lesa meira um leyndardóma ræktarinnar smellið hér