*

Veiði 10. júlí 2016

105 sentímetra risi á Spegilflúð

Veiddi stórlax nákvæmlega 74 árum eftir að stærsti stangarveiddi lax Íslands var dreginn á land.

Trausti Hafliðason

Veiðimaðurinn Daniel Waring landaði 105 sentímetra laxi í Laxá í Aðaldal í dag, 10. júlí. Waring veiddi laxinn á Spegilflúð, þekktum stórlaxastað á Laxárfélagssvæðinu. Fiskurinn tók rauða Frances túbu.

10. júlí er merkisdagur í Laxá því þann dag árið 1942 veiddi Jakob Hafstein 36 punda hæng í Höfðahyl, en sá staður tilheyrir einnig Laxárfélagssvæðinu. Jakobs-laxinn er enn í dag talinn stærsti lax, sem veiðst hefur á stöng í íslenskri laxveiðiá en í dag eru sem sagt 74 ár síðan Jakob landaði þessum ótrúlega laxi.

Í tilkynningu kemur fram eflaust muni margir reyna að slá met Jakobs á næstu dögum því nær öll veiðileyfi séu bókuð það sem eftir sé sumri hjá Laxárfélaginu.