*

Bílar 24. september 2018

12 bílar keppa um Stálstýrið

Tólf bílar eru komnir í úrslit í valinu á Bíl árisns 2019, en Bandalag islenskra bílablaðamanna stendur fyrir valinu.

Róbert Róbertsson

Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í valinu á Bíl ársins 2019. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins en þetta í tólfta skiptið sem BÍBB stendur fyrir valinu. Alls voru 31 bílar tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit.

Í flokki minni fólksbíla komust Mercedes-Benz A-Class, Ford Focus og Kia Ceed í úrslit. Í flokki stærri fólksbíla komust Volvo V60, Alfa Romeo Guilia og Kia Stinger í úrslit.

Í flokki minni fjórhjóladrifsbíla komust Hyundai Kona, Skoda Karoq og Volkswagen T-Roc í úrslit og í flokki stærri fjórhjóladrifsbíla komust Volkswagen Touareg, BMW X3 og Volvo XC 40 í úrslit.

Bílarnir tólf, sem valdir voru í úrslit, verða teknir í frekari prófanir hjá bílablaðamönnum í lok vikunnar og í kjölfarið verður tilkynnt um valið á Bíl ársins 2019. Sá bíll sem verður fyrir valinu hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Peugeot 3008 valinn Bíll ársins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is