*

Veiði 15. júní 2014

12 kíló af bleikju og 70 urriðar

Arnar Tómas mokaveiðir þess dagana.

Veiðimaðurinn ungi Arnar Tómas hefur beinlínis mokað upp fiski úr vötnunum í vor. „Ég er mest búinn að vera í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni síðustu vikur,“ segir Arnar Tómas í spjalli við Veiðiblað Viðskiptablaðsins.

„Í heildina er ég kominn með tólf kíló af bleikju úr Vífilsstaðavatni og ætli ég sé ekki búinn að veiða um 70 urriða í Elliðavatni í vor.“

Arnar Tómas hefur veitt í Elliðavatni síðan hann var sex ára en þó fór hann fyrst með pabba sínum þangað. Frá tíu ára aldri hefur hann stundað vatnið einn og þekkir það orðið eins og lófann á sér. Á myndinni er hann með 6,5 punda urriða úr vatninu sem hann veiddi þar fyrir nokkrum dögum en hann segist hafa fengið allt upp í 9 punda urriða þar.

Á mánudaginn fór hann í ána Fullsæl, sem rennur í Brúará. Hann sagðist hafa stoppað stutt en samt náð einum urriða og misst þrjá, auk þess að sjá fullt af fiski. Arnar Tómas slær hvergi slöku við því um helgina ætlar hann upp í Meðalfellsvatn.

Rætt er var Arnar Tómas í Veiðiblaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu í vikunni. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Arnar Tómas