*

Sport & peningar 11. júlí 2015

12 undarlegustu störf í heimi

Í dag er hægt að vinna sem atvinnukúrari, hundamatarsmakkari, kjúklinga kynjafræðingar og snákamjólkari.

Í nútímasamfélag virðist hægt að borga fólki fyrir að vinna hvaða undarlegu vinnu sem er. Til eru störf sem hvarflaði ekki einu sinni að manni að væru til. Business Insider tók saman lista yfir 12 undarlegustu störf heims sem lesa má hér fyrir neðan.

“Snákamjólkari”

“Snákamjólkarar” ná eitri út úr hættulegustu snákum heims, meðal annars úr höggormum og kóbraslöngum. Eitrið er svo oftast notað til að þróa móteitur á spítölum eða til tilrauna á rannsóknastöðum, gramm af eitri kostar upp undir eitt þúsund dollara.

Atvinnu brúðarmey

Atvinnu brúðarmeyjar eru brúðum til halds og trausts á stóra deginum. Bridesmaid for Hire er fyrirtæki sem býður upp á atvinnu “leyni” brúðarmeyjar sem taka þátt í að plana brúðkaupið þær geta kostað allt milli 300 og 2 þúsund dollara fyrir hvert brúðkaup.

Hafísflutningamaður

Hafísflutningamenn urðu til eftir Titanic slysið árið 2012. The International Ice Patrol (IIP) var stofnað ári síðar og er rekið af bandarísku landhelgisgæslunni sem finnur borgarísjaka og býr til öruggar leiðir meðfram þeim. Ef þörf er á er ísjakinn dreginn burt.

Atvinnusyrgjari

Atvinnusyrgjara má leigja fyrir jarðarfarir. Fyrirtæki í Englandi sem nefnist Rent A Mourner sérhæfir sig í þessari atvinnugrein og kostar syrgjari í tvær klukkutsundir í kringum 70 dollara.

Brimbrettakennari fyrir hunda

Það má finna alls kyns brimbrettakennara við strendur fyrir mannsfólk og nú er þeim boðið upp á að læra á brimbretti með hundinum sínum. Einnig er í boði sérhæfð þjónusta einungis fyrir hunda.

Andlitssnertari

Andlitssnertarar einnig þekktir sem snertivísindamenn eru þjálfaðir til að nota hendur sínar til að meta áhrif húðkrema, húðsnyrtingar og rakvéla á húðinni. Andlitssnertarar rukka upp í 3000 íslenskar krónur fyrir tímann.

Atvinnukúrarar 

Atvinnukúrar eru ansi dýrir og rukka allt upp undir 10 þúsund íslenskar krónur á klukkutímann til að kúra með ókunnugu fólki. Einn af helstu göllum starfsins er að oft taka kúrarar á sig andleg vandamál annarra.

Öskulistamenn

Öskulistamenn fá ösku látinna og vinna með hana til að búa til listaverk, oft vilja aðstandendur annað hvort fá hálsmenn eða glerskúlptúr úr öskunni.

Hundamatarsmakkarar

Hundamatarsmakkarar eru ráðnir af hundamatarframleiðendum til að athuga gæði vara þeirra. Þeir skoða einnig næringarefnin og spýta matnum út úr sér þegar þeir hafa smakkað hann.

Kjúklingakynjafræðingar

Kjúklingakynjafræðingar skoða kjúklinga til að segja til um hvers kyns þeir eru. Þeir eru mjög algengir í Bretlandi og Japan og eru með tekjur upp á 60 þúsund dollara á ári.

Atvinnumenn fyrir biðraðir

Sumt fólk vinnur einfaldlega við það að bíða í röðum fyrir þá sem hafa hvorki tíma né þolinmæði í það. Þetta atvinnufólk er einkum upptekið þegar eru stórar útsölur eins og á Black Friday í bandaríkjunum eða þegar ný vara kemur á markað til að mynda nýr iPhone. Launin geta verið mismunandi en dæmi er um að fólk sé með tekjur upp í þúsund dollara á viku.

Rithöfundar fyrir spádómskökur

Það er í alvöru starf að skrifa textann sem fer inn í spádómskökur sem gjarnar eru framreiddar á kínverskum veitingastöðum. Venjulega fá rithöfundarnir 40 þúsund dollara á ári og þurfa að vera frjóir og jákvæðir um framtíðina.