*

Hitt og þetta 18. desember 2013

14 sameiginlegir eiginleikar fólks sem nær árangri

Klisjur á borð við tengslanet, út fyrir þægindarammann og hver er sinnar gæfu smiður eru eiginleikar sem fólk sem nær árangri á sameiginlega.

Dálkahöfundurinn Dan Shawbel skrifar áhugaverða grein á Forbes.com. Þar tilgreinir hann hvaða fjórtán eiginleika fólk, sem hefur náð árangri, á sameiginlega.

Síðan 2007 hefur Shawbel tekið viðtöl við yfir 1200 manns. Hann hefur rætt við forstjóra, fólk í skemmtanaiðnaðinum, stjórnmálamenn, rithöfunda og einn geimfara.

Hann segist hafa tekið eftir svipuðum eiginleikum í fari þeirra allra. Honum þótti þetta svo áberandi að hann ákvað að taka þessa eiginleika saman og gera lista.

Hér kemur listi Shawbel:

 1. Gott innsæi 
 2. Gera meira en til er ætlast af þeim. 
 3. Þau eru tilbúin að færa fórnir, mistakast, til að ná árangri síðar. 
 4. Þau lifa eftir orðatiltækinu: Hver er sinnar gæfu smiður. 
 5. Þau setja raunhæf markmið. 
 6. Þau taka ábyrgð á sér og sínum verkum. 
 7. Þau breyta hlutunum í stað þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist. 
 8. Þau aðlagast að breytingum á markaðinum. 
 9. Þau geta útskýrt í mjög skýru máli hvað þau gera og hvað þau standa fyrir. 
 10. Þau vita hvaða fólk á að tala við og eru óhrædd að nota tengslanet. Eins eru þau liðleg að hjálpa öðrum. 
 11. Þau eru fróðleiksfús og fara út fyrir þægindarammann. 
 12. Þau eru sátt í eigin skinni. Vita hvað þau geta og hver þau eru. Um leið vita þau líka hvað þau geta ekki. 
 13. Þau eru spenntari fyrir leiðangrinum en lokaumbuninni. 
 14. Þau skapa en ekki bara neyta.
Stikkorð: Leiðtogar  • Árangur