*

Tölvur & tækni 23. júlí 2014

14 milljón króna sjónvarp

Nýtt sjónvarp Samsung sem kostar 14 milljónir króna býður upp á alla nýjustu tækni.

Samsung hefur sett á markað sjónvarpið Samsung Curved UHD TV sem kostar 120.000 dollara, eða sem nemur tæpum 14 milljónum íslenskra króna.

Ástæða þess að sjónvarpið er svona dýrt eru gæði tækisins. Skjárinn er sveigður, sem er mjög vinsælt í dag. Sveigjan á að láta áhorfandanum líða eins og hann sé inni í skjánum sjálfum. Fyrirtækið telur að með tækinu sé verið að skapa hina endanlegu kvikmyndaupplifun.

Í tækinu eru ellefu milljónir pixla og styðst það við Smart Hub Samsung sem tengja má við myndir, upptökur, og streymiþjónustur eins og Netflix. Skipta má skjánum upp í fjóra mismunandi hluta sem má horfa á samtímis. Þá má vafra á internetinu í einum hluta og með sjónvarpsþátt í gangi í hinum. 

Kaupendur tækisins munu fá heimsókn frá verkfræðingum Samsung sem munu útskýra í smáatriðum hvernig tækið virkar auk þess að setja það upp á sem besta stað á heimilinu.

Hér má sjá auglýsingu fyrir tækið sem sýnir gæði þess:

 

Stikkorð: Samsung  • Sjónvarp