*

Hitt og þetta 13. maí 2013

14 skemmtilegar staðreyndir úr heimi kvikmyndanna

Hvernig hefði Robert de Niro verið í stað Johnny Depp í Pirates of the Caribbean? Og hver er fyrirmyndin að andliti E.T.?

Áður en bíómynd er tekin upp eru alls konar hugmyndir á lofti. Sumar hverjar komust aldrei á blað og hljóma fáránlega í dag þegar bíómynd er orðin að klassík sem allir þekkja. Og hvað skyldi vera höfundum innblástur þegar þeir búa til bíómynd?

Buzzfeed hefur tekið saman fjórtán staðreyndir um bíómyndir sem gætu komið einhverjum á óvart.

Lítum á nokkrar:

Will Smith var boðið aðalhlutverkið í Matrix en hafnaði því til að leika í Wild, Wild West.

Robert de Niro var boðið aðalhlutverkið í myndinni Pirates of the Caribbean. Honum fannst ekki koma til greina að taka tilboðinu því hann spáði því að bíómyndin mundi algjörlega floppa.

Albert Einstein, Carl Sandburg og hundategundin Pug eru fyrirmyndin að andliti E.T.

Lion King átti upphaflega að heita „King of the Jungle“ þangað til framleiðendum var bent á að ljón búa ekki í frumskógum.

Muniði þegar Ed Helm´s rífur úr sér tönnina á fylleríinu örlagaríka í Hangover? Það þurfti engar tæknibrellur til að mynda hann tannlausan. Leikarinn fékk aldrei fullorðinstönn og er því með gervitönn alla daga. 

Stikkorð: kvikmyndir  • Robert De Niro  • Hangover