*

Tíska og hönnun 28. janúar 2014

140 fermetra íbúð í London til sölu á 856 milljónir króna

Í Green Street í London er greinilega gott að búa því þar er fermetraverðið í hærri kantinum.

Í fallegri götu í London, sem ber heitið Green Street, er falleg íbúð til sölu. Hún er um 140 fermetrar og kostar 4,5 milljónir punda eða um 856 milljónir króna. Það er ágætis fermetraverð en íbúðin er staðsett við austurenda götunnar sem þykir eftirsóttari en vesturendinn. 

Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús með góðum borðkrók sem nýtist sem borðstofa og mögnuð stofa með mikilli lofthæð. Snotrar svalir og franskir gluggar þykja gefa íbúðinni fallegan svip. 

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavefnum Sotheby´s International Realty. 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignamarkaður  • London