*

Hitt og þetta 29. nóvember 2013

Þetta skaltu ekki gera í vinnupartýinu

Hvað sem þú gerir, ekki gera þessa hluti í vinnupartýinu. Í alvöru.

Er ljótupeysudagur í vinnunni? Á að lyfta glasi í kvöld með vinnufélögunum og skála fyrir góðri vinnuviku og komandi helgi og svona? Allir rosa hressir og kátir?

Vinnupartý geta verið góð skemmtun en gleymum því ekki að þau geta alveg eins breyst í sjóðandi vitleysis blóðbað ef fólk fer yfir strikið og spilar út.

Á News 24 er gagnleg grein fyrir alla sem ætla að skála með vinnufélögunum í kvöld. Í greininni eru talin upp nokkur atriði sem ber að forðast í vinnupartýjum.

Skoðum atriðin góðu og eitt hérna: Reynum að haga okkur vel í kvöld. Það eru að koma jól krakkar.

Þetta skaltu ekki gera í vinnupartýi: 

 • Detta í það.
 • Reyna við vinnufélaga.
 • Segja öllum allt um þitt perónulega líf, og þá meinum við allt.
 • Tala um vinnuna.
 • Slúðra um vinnufélaga.
 • Raða í þig mat eins og þú hafir ekki borðað í viku.
 • Biðja um launahækkun.
 • Stela einhverju.
 • Rífast og/eða slást.
 • Syngja illa í karíókí.
 • Taka við daðri frá giftum yfirmönnum.
 • Dansa eins og strippari úti á miðju gólfi þegar stemmarinn er ekki þannig (þetta á að sjálfsögðu við bæði kynin).
 • Vera antísósíal.
 • Keyra full(ur).
Stikkorð: Stuð  • Fjör  • Örvænting  • Jólaspól