*

Sport & peningar 28. janúar 2020

15 NFL lið hökkuð

Hakkarasamtökin OurMine réðust á samfélagsmiðla 15 NFL liða auk deildarinnar sjálfrar eftir að hafa boðið þjónustu sína við að bæta netöryggi þeirra.

Facebook, Instagram og Twitter reikningar 15 liða í NFL deildinni Bandaríkjunum, auk deildarinnar sjálfrar urðu fyrir netárásum í gær og á sunnudag. Á meðal þeirra liða sem urðu fyrir því að brotist var inn á samfélagsmiðla þeirra voru bæði San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs en liðin munu mætast næstkomandi sunnudagskvöld í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Það var hakkarahópurinn OurMine sem braust inn á reikninganna og gaf hópurinn frá sér í yfirlýsingu að árásinn væri til marks um að internet öryggi væri enn lítið og það þyrfti að bæta. Sama færsla var setti inn á marga reikninganna þar sem fram sagði:

„Hæ, við erum komnir aftur. Við erum hér til að sýna fólki að allt getur verið hakkað.“

Forsvarsmenn OurMine, sem staðsett er í Dubai létu hafa eftir sér við BBC að samtökin höfðu haft samband við NFL deildina áður en árásinn átti sér stað og boðið þjónustu sína við að bæta netöryggi hennar og liðanna í deildinni en ekki fengið nein svör. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn Our Mine ræðst á samfélagsmiðla þekktra einstaklinga eða fyrirtækja en samtökin hafa áður komist inn á Twitter reikninga Netflix, Marvel, Sundar Pichai, forstjóra Google auk Jack Dorsey stofnanda Twitter. 

Í fyrstu árásinni á sunnudag brutust samtökin inn á Twitter reikning Chicago Bears og settu inn færslu þar sem fram kom að liðið hefði verið selt til embættismanns frá Sádi-Arabíu. Á mánudag réðust samtökin svo á Twitter reikninga Green Bay Packers, Dallas Cowboys, Denver Broncos, Indianapolis Colts, Houston Texans, New York Giants, Philadelphia Eagles, Tampa Bay Buccaneers, Los Angeles Chargers,, Cleveland Browns og Arizona Cardinals. Þá var einnig ráðist á Instagram reiknina Minnisota Viknings og Dallas Cowboys.

Stikkorð: NFL