*

Bílar 3. október 2019

18 bílar í úrslitum í vali á Bíl ársins

Tilkynnt verður um valið 16. október

Átján bílar í sex flokkum hafa komist í lokaval Bandalags íslenskra bílablaðamanna í vali á Bíl ársins 2020. Alls voru 30 bílar í forvali. Tilkynnt verður um val á Bíls ársins 16. október næstkomandi og sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig.

Að valinu stendur, sem fyrr greinir, Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem eru samtök blaðamanna sem skrifa um bíla.

Í flokki minni fjölskyldubíla komust í úrslit Mazda 3, Toyota Corolla og VW T-Cross. Í flokki stærri fjölskyldubíla Mercedes-Benz B, Peugeot 508 og Toyota Camry. Í flokki jepplinga Honda CRV, Mazda CX-30 og Toyota RAV4. Í flokki jeppa Jeep Wrangler, Ssangyong Rexton og Suzuki Jimny. Í flokki rafbíla Hyundai Kona, Kia e-Soul og Opel Ampera. Í flokki rafjeppa Audi e-Tron, Jaguar I-Pace og Mercedes-Benz EQC.