*

Menning & listir 6. desember 2013

190 verk á jólauppboði Gallerís Foldar um helgina

Það verður mikið um dýrðir á jólauppboði Gallerís Foldar en 190 verk verða boðin upp eftir helstu listamenn þjóðarinnar.

Tveggja daga jólappboð Gallerís Foldar fer fram sunnudaginn 8. desember og mánudaginn 9. desember. Uppboð fer fram í sal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg og hefst á kl. 16 á sunnudag og kl. 18 á mánudag.

Boðin verða upp 190 listaverk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar. Meðal annars málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Nínu Tryggvadóttur og Júlíönu Sveinsdóttur. Einnig verða boðin upp málverk eftir Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúlason og Georg Guðna.

Þá verða verk eftir samtímalistamennina Hafstein Austmann, Braga Ásgeirsson, Tryggva Ólafsson, Helga Þorgils og Eirík Smith boðin upp auk fjölda annarra. Forsýning listaverkanna verður um helgina í Gallerí Fold.

Stikkorð: Gallerí Fold  • Uppboð