*

Sport & peningar 23. apríl 2012

2 milljarða króna verðmiði á Gylfa

Hoffenheim vill 10 milljónir punda fyrir Gylfa Sigurðsson. Everton, Manchester United og Liverpool hafa sýnt honum áhuga.

Þýskal liðið Hoffenheim setur 2 milljarða króna, eða 10 milljóna punda, verðmiða á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er á láni frá liðinu hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Mörg af stærstu liðum Englands fylgjast grannt með Gylfa, sem hefur skorað 7 mörk í þeim 14 leikjum sem hann hefur byrjað með Swansea.

Daily Mail greinir frá verðmiðanum sem Hoffenheim setur á Gylfa. Meðal liða sem fylgst hafa með leikmanninum eru Liverpool, Everton og Manchester United. Fram kemur í fréttinni að Swansea vilji framlengja lánssamninginn en Hoffenheim sé hinsvegar ljóst að þeir geti selt Gylfa fyrir háar fjárhæðir.