*

Sport & peningar 10. janúar 2016

20 launahæstu íslensku atvinnumennirnir

Íslenskir knattspyrnumenn í Kína eru áberandi á lista yfir launahæstu íslensku atvinnumennina í íþróttum.

Í Áramót, tímariti Viðskiptablaðsins, sem kom út 30. desember síðastliðinn er að finna lista yfir 20 launahæstu íslensku íslensku atvinnumennina í íþróttum. Aðeins þrír íþróttamenn sem ekki eru knattspyrnumenn komast á listann. Guðjón Valur Sigurðsson handboltamaður, sem leikur með Barcelona, er þeirra launahæstur og síðan koma Aron Pálmarson, einnig handboltamaður sem leikur með ungverska stórliðinu Veszprém, og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður sem leikur með Valencia. 

Athygli vekur að þrír leikmenn sem gengu til liðs við kínversk félög á árinu eru allir í efstu sex sætum listans yfir launahæstu knattspyrnumenn landsins. Á meðal þeirra er Eiður Smári Guðjohnsen sem gekk til liðs við kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright á árinu og er með um 110 milljónir í árslaun.

Efstur á listanum er Gylfi Þór Sigurðsson með 480 milljónir króna í árslaun og á eftir honum kemur Alfreð Finnbogason með 160 milljónir. 

Nánar er fjallað um málið í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.