*

Bílar 17. febrúar 2018

2017 metár í bílasölu

Metsala var á nýjum fólksbílum hér á landi á síðasta ári.

Heildarfjöldi nýskráðra nýrra fólksbifreiða var 20.760 árið 2016. Alls voru nýskráðir 15.164 fólksbílar árið 2015. Þessi metsala á Íslandi á síðasta ári slær við árinu 2005 sem átti metið þar til nú.

Árið 2005 seldust alls 20.142 nýir fólksbílar. Þá var sannkallað góðæri í gangi þannig að eflaust er ekki hægt að segja annað en það sé komið aftur, allavega á bílamarkaðnum.

Toyota áfram efst

Toyota var áfram söluhæsta merkið enn eitt árið. Alls voru nýskráðir 3.934 Toyota fólksbílar á síðasta ári. Erfitt er að sjá nokkurt merki velta japanska bílaframleiðandanum af stallinum hér á landi. Kia hefur verið í miklli sókn undafnarin ár og var í öðru sæti með 2.316 nýja bíla. Annað suður-kóreskt merki, Hyundai, var í því þriðja með 2.031 nýjan bíla selda. Öll þessi þrjú merki bættu verulega við sig í sölu. Volkswagen var í fjórða sæti með 1.658 nýja bíla en var þó með fleiri nýskráða bíla árið 2016. Nissan hafnaði í fimmta sæti með 1.725 nýja bíla og bætti mikið við sig frá árinu áður. Skoda var í sjötta sæti með 1.247 nýja bíla en eins og Volkswagen minnkaði salan þar frá árinu á undan sem er mjög athyglisvert.

Miklar breytingar á orkugjöfum

Miklar breytingar hafa orðið á sölu fólksbíla eftir orkugjöfum. Sala á Plug-in Hybrid bílum eða tengiltvinnbílum hefur tífaldast á aðeins tveimur árum. Árið 2015 seldust 139 slíkir bílar eða 1.390 árið 2017. Sala á hreinum rafbílum jókst um 86% á milli áranna 2016 og 2017 og sala á Hybrid bílum jókst um 51% milli ára.