
Háskólaíþróttir, og þá aðallega amerískur fótbolti og körfubolti, eru risastór tekjulind fyrir bandaríska háskóla. Samkvæmt lista dagblaðsins USA Today trónir Texas háskólinn í Austin (Texas Longhornes) á toppnum með 166 milljónir dollara (20,5 milljarða króna) í tekjur á ári vegna íþrótta.
Næstur á listanum er Wisconsin háskólinn í Madison (Wisconsin Badgers) með 149 milljónir dollara (18,4 milljarða króna). Í þriðja sæti eru Alabama háskólinn í Tuscaloosa (Alabama Crimson Tide) og Michigan háskólinn í Ann Arbor (Michigan Wolverines) með 144 milljónir dollara (17,8 milljarða króna).