*

Sport & peningar 5. desember 2014

20,5 milljarða árstekjur

Háskólaíþróttir eru risastór tekjulind fyrir bandaríska háskóla.

Háskólaíþróttir, og þá aðallega amerískur fótbolti og körfubolti, eru risastór tekjulind fyrir bandaríska háskóla. Samkvæmt lista dagblaðsins USA Today trónir Texas háskólinn í Austin (Texas Longhornes) á toppnum með 166 milljónir dollara (20,5 milljarða króna) í tekjur á ári vegna íþrótta.

Næstur á listanum er Wisconsin háskólinn í Madison (Wisconsin Badgers) með 149 milljónir dollara (18,4 milljarða króna). Í þriðja sæti eru Alabama háskólinn í Tuscaloosa (Alabama Crimson Tide) og Michigan háskólinn í Ann Arbor (Michigan Wolverines) með 144 milljónir dollara (17,8 milljarða króna).

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is