*

Sport & peningar 9. desember 2014

2,3 milljarða frjáls framlög

Tekjur Alabama háskólans vegna háskólaíþrótta námu 149 milljónum dala á síðasta ári.

Alabama háskólinn í Tuscaloosa hefur um árabil verið með eitt sigursælasta háskólaliðið í amerískum fótbolta. Tekjur skólans vegna háskólaíþrótta námu 149 milljónum dala á síðasta ári og þar af voru 90 milljónir dala (11,1 milljarður króna) vegna fótboltaliðsins.

Vefsíðan businessofcollegesports.com birti fyrir skömmu grein þar sem fram kemur að 41% af tekjunum var vegna miðasölu. um 27% voru greiðslur vegna sjónvarpssamninga og auglýsinga. Um 21% (2,3 milljarðar króna) var frjáls framlög, líklega mest frá fyrrverandi nemendum skólans.