*

Hitt og þetta 21. janúar 2013

24 fermetrar er allt sem þarf

Piparsveinar takið eftir: Hver þarf 100 fermetra íbúð þegar málið er að kunna smá fyrir sér í skipulagningu?

Hún er ekki stór íbúðin sem ljósmyndarinn Christian Schallert hefur komið sér fyrir í borginni Barcelona á Spáni. Íbúðin er 24 fermetrar. En til að koma öllu því nauðsynlegasta fyrir er mikilvægt að virkja skapandi hugsun til að hafa það gott. Eldhúsið er falið inn í veggnum. Borðstofuborði og rúmi er haganlega komið fyrir og allt saman er það falið inni í skáp eftir notkun.

Þarf eitthvað meira en 24 fermetra og örlitla praktíska hugsun til að hafa það flott? 

Í myndbandinu má sjá að Schiller nýtir rýmið vel. Hann getur ekki falið neitt undir teppi heldur hendir hann bókstaflega öllu inn í skáp.

Stikkorð: Fasteignir  • Hönnun