*

Hitt og þetta 7. júlí 2013

15 tekjuhæstu konur Íslands

Fáar konur eru í hópi tekjuhæstu Íslendinganna. Eftir vinnu, fylgirit Viðskiptablaðsins, skoðaði tekjur 15 tekjuhæstu kvenna landsins.

Það eru heldur fáar konur í hópi tekjuhæstu Íslendinganna. Nokkrar hafa þó orðið fastagestir á tekjulistum og er hér þeirra helstu getið. Þessi samantekt byggir á álögðum tekjusköttum kvennanna árið 2012 eins og þeirra var getið í Tekjublaðinu.

Launatalan þarf því ekki að endurspegla föst og regluleg laun þeirra. Munur getur til dæmis falist í launum fyrir setu í nefndum, önnur aukastörf, hlunnindi vegna kaupréttarsamninga eða öðrum óreglulegum tekjum. Skoðum þær sem sitja í þremur efstu sætunum: 

1. Guðbjörg Astrid Skúladóttir, eigandi og stofnandi Klassíska listdansskólans: Mánaðarlaun: 22.263.000 krónur.

2. Rannveig Rist, Forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi: Mánaðarlaun: 4.870.000 krónur.

3. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi: Mánaðarlaun: 4.577.000 krónur.

Listinn yfir 15 tekjuhæstu konur landsins má finna í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu, sem kemur út í fyrsta skipti með Viðskiptablaðinu. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.