*

Bílar 24. júlí 2020

2,6 sekúndur í hundraðið

Ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini hefur komið fram með nýja útfærslu af hinum hraðskreiða ofursportbíl Aventador.

Ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini hefur komið fram með nýja útfærslu af hinum hraðskreiða ofursportbíl Aventador.

Þessi nýja útfærsla af Lamborghini Aventador nefnist SVJ Xago og verða einungis framleidd tíu eintök af bílnum. Sportbíllinn nýi er með 6 lítra V-12 bensínvél og það er hægt að heyra hljóðið langar leiðir í þessari geggjuðu vél þegar gefið er inn. V-12 vélin skilar sportbílnum alls 759 hestöflum og hann er aðeins 2,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Ítalski sportbílaframleiðandinn segir að útlit bílsins sé undir áhrifum frá hexagon hönnun og horft hafi verið sérstaklega til Norðurpólsins og plánetunnar Saturn í hönnuninni. Verðmiðinn á sportbílnum er í kringum 80 milljónir króna.